‏ Psalms 53

1Til söngstjórans. Með makalatlagi. Davíðs-maskíl. 2Heimskinginn segir í hjarta sínu: ,,Enginn Guð er til!`` Ill og andstyggileg er breytni þeirra, enginn gjörir það sem gott er. 3Guð lítur af himni niður á mennina til þess að sjá, hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. 4Allir eru viknir af leið, allir spilltir, enginn gjörir það sem gott er, ekki einn. 5Skyldu þeir ekki fá að kenna á því, illgjörðamennirnir, þeir er eta lýð minn sem brauð væri og ákalla eigi Guð? 6Þá skulu þeir verða mjög óttaslegnir, þar sem ekkert er að óttast, því að Guð tvístrar beinum þeirra, er setja herbúðir móti þér. Þú lætur þá verða til skammar, því að Guð hefir hafnað þeim. [ (Psalms 53:7) Ó að hjálpræði Ísraels komi frá Síon! Þegar Guð snýr við hag lýðs síns, skal Jakob fagna, Ísrael gleðjast. ]
Copyright information for Icelandic