‏ Psalms 47

1Til söngstjórans. Kóraítasálmur. 2Klappið saman lófum, allar þjóðir, fagnið fyrir Guði með gleðiópi. 3Því að Drottinn, Hinn hæsti, er ógurlegur, voldugur konungur yfir gjörvallri jörðinni. 4Hann leggur undir oss lýði og þjóðir fyrir fætur vora. 5Hann útvaldi handa oss óðal vort, fremdarhnoss Jakobs, sem hann elskar. [Sela] 6Guð er upp stiginn með fagnaðarópi, með lúðurhljómi er Drottinn upp stiginn. 7Syngið Guði, syngið, syngið konungi vorum, syngið! 8Því að Guð er konungur yfir gjörvallri jörðinni, syngið Guði lofsöng! 9Guð er orðinn konungur yfir þjóðunum, Guð er setstur í sitt heilaga hásæti. [ (Psalms 47:10) Göfugmenni þjóðanna safnast saman ásamt lýð Abrahams Guðs. Því að Guðs eru skildir jarðarinnar, hann er mjög hátt upphafinn. ]
Copyright information for Icelandic
The selected Bible will not be clickable as it does not support the Vocabulary feature. The vocabulary is available by hovering over the verse number.

Everyone uses cookies. We do too! Cookies are little bits of information stored on your computer which help us give you a better experience. You can find out more by reading the STEPBible cookie policy.