‏ Psalms 150

1Halelúja. Lofið Guð í helgidómi hans, lofið hann í voldugri festingu hans! 2Lofið hann fyrir máttarverk hans, lofið hann eftir mikilleik hátignar hans! 3Lofið hann með lúðurhljómi, lofið hann með hörpu og gígju! 4Lofið hann með bumbum og gleðidansi, lofið hann með strengleik og hjarðpípum! 5Lofið hann með hljómandi skálabumbum, lofið hann með hvellum skálabumbum!
Copyright information for Icelandic