‏ Psalms 129

1Þeir hafa fjandskapast mjög við mig frá æsku, _ skal Ísrael segja _ 2þeir hafa fjandskapast mjög við mig frá æsku, en þó eigi borið af mér. 3Plógmennirnir hafa plægt um hrygg mér, gjört plógför sín löng, 4en Drottinn hinn réttláti hefir skorið í sundur reipi óguðlegra. 5Sneypast skulu þeir og undan hörfa, allir þeir sem hata Síon. 6Þeir skulu verða sem gras á þekju, er visnar áður en það frævist. 7Sláttumaðurinn skal eigi fylla hönd sína né sá fang sitt sem bindur, 8og þeir sem fram hjá fara skulu ekki segja: ,,Blessun Drottins sé með yður.`` Vér blessum yður í nafni Drottins!
Copyright information for Icelandic
The selected Bible will not be clickable as it does not support the Vocabulary feature. The vocabulary is available by hovering over the verse number.