‏ Psalms 114

1Þegar Ísrael fór út af Egyptalandi, Jakobs ætt frá þjóðinni, er mælti á erlenda tungu, 2varð Júda helgidómur hans, Ísrael ríki hans. 3Hafið sá það og flýði, Jórdan hörfaði undan. 4Fjöllin hoppuðu sem hrútar, hæðirnar sem lömb. 5Hvað er þér, haf, er þú flýr, Jórdan, er þú hörfar undan, 6þér fjöll, er þér hoppið sem hrútar, þér hæðir sem lömb? 7Titra þú, jörð, fyrir augliti Drottins, fyrir augliti Jakobs Guðs, 8hans sem gjörir klettinn að vatnstjörn, tinnusteininn að vatnslind.
Copyright information for Icelandic
The selected Bible will not be clickable as it does not support the Vocabulary feature. The vocabulary is available by hovering over the verse number.

Everyone uses cookies. We do too! Cookies are little bits of information stored on your computer which help us give you a better experience. You can find out more by reading the STEPBible cookie policy.