‏ Psalms 13

1Til söngstjórans. Davíðssálmur. 2Hversu lengi, Drottinn, ætlar þú að gleyma mér með öllu? Hversu lengi ætlar þú að hylja auglit þitt fyrir mér? 3Hversu lengi á ég að bera sút í sál, harm í hjarta dag frá degi? Hversu lengi á óvinur minn að hreykja sér upp yfir mig? 4Lít til, svara mér, Drottinn, Guð minn, hýrga augu mín, að ég sofni ekki svefni dauðans, 5að óvinur minn geti ekki sagt: ,,Ég hefi borið af honum!`` að fjandmenn mínir geti ekki fagnað yfir því, að mér skriðni fótur. 6Ég treysti á miskunn þína; hjarta mitt fagnar yfir hjálp þinni. Ég vil syngja fyrir Drottni, því að hann hefir gjört vel til mín.
Copyright information for Icelandic