‏ Psalms 126

1Þegar Drottinn sneri við hag Síonar, þá var sem oss dreymdi. 2Þá fylltist munnur vor hlátri, og tungur vorar fögnuði. Þá sögðu menn meðal þjóðanna: ,,Mikla hluti hefir Drottinn gjört við þá.`` 3Drottinn hefir gjört mikla hluti við oss, vér vorum glaðir. 4Snú við hag vorum, Drottinn, eins og þú gjörir við lækina í Suðurlandinu. 5Þeir sem sá með tárum, munu uppskera með gleðisöng. 6Grátandi fara menn og bera sæðið til sáningar, með gleðisöng koma þeir aftur og bera kornbindin heim.
Copyright information for Icelandic
The selected Bible will not be clickable as it does not support the Vocabulary feature. The vocabulary is available by hovering over the verse number.

Everyone uses cookies. We do too! Cookies are little bits of information stored on your computer which help us give you a better experience. You can find out more by reading the STEPBible cookie policy.