Mark 3
1Öðru sinni gekk hann í samkunduhús. Þar var maður með visna hönd, 2og höfðu þeir nánar gætur á Jesú, hvort hann læknaði hann á hvíldardegi. Þeir hugðust kæra hann. 3Og Jesús segir við manninn með visnu höndina: ,,Statt upp og kom hér fram!`` 4Síðan spyr hann þá: ,,Hvort er heldur leyfilegt að gjöra gott eða gjöra illt á hvíldardegi, bjarga lífi eða deyða?`` En þeir þögðu. 5Og hann leit í kring á þá með reiði, sárhryggur yfir harðúð hjartna þeirra, og sagði við manninn: ,,Réttu fram hönd þína.`` Hann rétti fram höndina, og hún varð heil. 6Þá gengu farísearnir út og tóku þegar með Heródesarsinnum saman ráð sín gegn honum, hvernig þeir gætu náð lífi hans. 7Jesús fór með lærisveinum sínum út að vatninu, og fylgdi mikill fjöldi úr Galíleu og úr Júdeu, 8frá Jerúsalem, Ídúmeu, landinu handan Jórdanar, og úr byggðum Týrusar og Sídonar kom til hans fjöldi manna, er heyrt höfðu, hve mikið hann gjörði. 9Og hann bauð lærisveinum sínum að hafa til bát fyrir sig, svo að mannfjöldinn þrengdi eigi að honum. 10En marga hafði hann læknað, og því þustu að honum allir þeir, sem einhver mein höfðu, til að snerta hann. 11Og hvenær sem óhreinir andar sáu hann, féllu þeir fram fyrir honum og æptu upp: ,,Þú ert sonur Guðs.`` 12En hann lagði ríkt á við þá, að þeir gjörðu hann eigi kunnan. 13Síðan fór hann til fjalls og kallaði til sín þá er hann sjálfur vildi, og þeir komu til hans. 14Hann skipaði tólf, er skyldu vera með honum og hann gæti sent út að prédika, 15með valdi að reka út illa anda. 16Hann skipaði þá tólf: Símon, er hann gaf nafnið Pétur, 17Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróður hans, en þeim gaf hann nafnið Boanerges, sem þýðir þrumusynir, 18og Andrés, Filippus og Bartólómeus, Matteus og Tómas, Jakob Alfeusson, Taddeus og Símon vandlætara 19og Júdas Ískaríot, þann er sveik hann. 20Þegar hann kemur heim, safnast þar aftur mannfjöldi, svo þeir gátu ekki einu sinni matast. 21Hans nánustu fréttu það og fóru út og vildu ná honum, enda sögðu þeir, að hann væri frá sér. 22Og fræðimennirnir, er komnir voru ofan frá Jerúsalem, sögðu: ,,Beelsebúl er í honum. Með fulltingi höfðingja illra anda rekur hann út illu andana.`` 23En Jesús kallaði þá til sín og mælti við þá í líkingum: ,,Hvernig getur Satan rekið Satan út? 24Verði ríki sjálfu sér sundurþykkt, fær það ríki eigi staðist, 25og verði heimili sjálfu sér sundurþykkt, fær það heimili eigi staðist. 26Sé nú Satan risinn gegn sjálfum sér og orðinn sér sundurþykkur, fær hann ekki staðist, þá er úti um hann. 27Enginn getur brotist inn í hús hins sterka og rænt föngum hans, nema hann bindi áður hinn sterka, þá getur hann rænt hús hans. 28Sannlega segi ég yður: Allt verður mannanna börnum fyrirgefið, allar syndir þeirra og lastmælin, hve mjög sem þeir kunna að lastmæla, 29en sá sem lastmælir gegn heilögum anda, fær eigi fyrirgefningu um aldur, hann er sekur um eilífa synd.`` 30En þeir höfðu sagt: ,,Óhreinn andi er í honum.`` 31Nú koma móðir hans og bræður, standa úti og gera honum orð að koma. 32Mikill fjöldi sat í kringum hann, og var honum sagt: ,,Móðir þín, bræður og systur eru hér úti og spyrja eftir þér.`` 33Hann svarar þeim: ,,Hver er móðir mín og bræður?`` 34Og hann leit á þá, er kringum hann sátu, og segir: ,,Hér er móðir mín og bræður mínir! 35Hver, sem gjörir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir.``
Copyright information for
Icelandic