Genesis 36
1Þetta er ættartala Esaú, það er Edóms. 2Esaú hafði tekið sér konur af dætrum Kanaaníta: Ada, dóttur Hetítans Elons, og Oholíbama, dóttur Ana, sonar Hórítans Síbeons, 3og Basmat, dóttur Ísmaels, systur Nebajóts. 4Og Ada ól Esaú Elífas, Basmat ól Regúel 5og Oholíbama ól Jehús, Jaelam og Kóra. Þessir eru synir Esaú, sem honum fæddust í Kanaanlandi. 6Esaú tók konur sínar, sonu sína og dætur og allar sálir í húsi sínu og hjörð sína og kvikfénað og allan þann fjárhlut, sem hann hafði aflað sér í Kanaanlandi, og fór í burtu frá Jakob bróður sínum til Seírlands. 7Því að eign þeirra var meiri en svo, að þeir gætu saman verið, og landið, er þeir bjuggu í sem útlendingar, bar þá ekki sökum hjarða þeirra. 8Esaú settist að á Seírfjöllum; en Esaú er Edóm. 9Þetta er saga Esaú, ættföður Edómíta, á Seírfjöllum. 10Þetta eru nöfn Esaú sona: Elífas, sonur Ada, konu Esaú; Regúel, sonur Basmat, konu Esaú. 11Synir Elífas voru: Teman, Ómar, Sefó, Gaetam og Kenas. 12Timna var hjákona Elífas, sonar Esaú, og hún ól Elífas Amalek. Þetta eru synir Ada, konu Esaú. 13Þessir eru synir Regúels: Nahat, Sera, Samma og Missa. Þessir voru synir Basmat, konu Esaú. 14Og þessir voru synir Oholíbama, dóttur Ana, sonar Síbeons, konu Esaú, hún ól Esaú Jehús, Jaelam og Kóra. 15Þessir eru ætthöfðingjar meðal Esaú sona: Synir Elífas, frumgetins sonar Esaú: Höfðinginn Teman, höfðinginn Ómar, höfðinginn Sefó, höfðinginn Kenas, 16höfðinginn Kóra, höfðinginn Gaetam, höfðinginn Amalek. Þessir eru þeir höfðingjar, sem komnir eru frá Elífas í Edómlandi, þessir eru synir Ada. 17Þessir voru synir Regúels, sonar Esaú: Höfðinginn Nahat, höfðinginn Sera, höfðinginn Samma, höfðinginn Missa. Þessir eru þeir höfðingjar, sem komnir eru frá Regúel í Edómlandi, þessir eru synir Basmat, konu Esaú. 18Þessir eru synir Oholíbama, konu Esaú: Höfðinginn Jehús, höfðinginn Jaelam, höfðinginn Kóra. Þessir eru þeir höfðingjar, sem komnir eru frá Oholíbama, dóttur Ana, konu Esaú. 19Þessir eru synir Esaú og þessir eru höfðingjar þeirra, það er Edóm. 20Þessir eru synir Hórítans Seírs, frumbyggjar landsins: Lótan, Sóbal, Síbeon, Ana, 21Díson, Eser og Dísan. Þessir eru höfðingjar Hórítanna, synir Seírs í Edómlandi. 22Synir Lótans voru Hórí og Hemam, og systir Lótans var Timna. 23Þessir eru synir Sóbals: Alvan, Manahat, Ebal, Sefó og Ónam. 24Þessir eru synir Síbeons: Aja og Ana, það er sá Ana, sem fann laugarnar á öræfunum, er hann gætti asna Síbeons föður síns. 25Þessi eru börn Ana: Díson og Oholíbama, dóttir Ana. 26Þessir eru synir Dísons: Hemdan, Esban, Jítran og Keran. 27Þessir eru synir Esers: Bílhan, Saavan og Akan. 28Þessir eru synir Dísans: Ús og Aran. 29Þessir eru höfðingjar Hórítanna: Höfðinginn Lótan, höfðinginn Sóbal, höfðinginn Síbeon, höfðinginn Ana, 30höfðinginn Díson, höfðinginn Eser, höfðinginn Dísan. Þessir eru höfðingjar Hórítanna eftir höfðingjum þeirra í Seírlandi. 31Þessir eru þeir konungar, sem ríktu í Edómlandi, áður en konungar ríktu yfir Ísraelsmönnum: 32Bela, sonur Beórs, var konungur í Edóm, og hét borg hans Dínhaba. 33Og er Bela dó, tók Jóbab, sonur Sera frá Bosra, ríki eftir hann. 34Og er Jóbab dó, tók Húsam frá Temanítalandi ríki eftir hann. 35Og er Húsam dó, tók Hadad, sonur Bedads, ríki eftir hann. Hann vann sigur á Midíanítum á Móabsvöllum, og borg hans hét Avít. 36Og er Hadad dó, tók Samla frá Masreka ríki eftir hann. 37Og er Samla dó, tók Sál frá Rehóbót hjá Efrat ríki eftir hann. 38Og er Sál dó, tók Baal Hanan, sonur Akbórs, ríki eftir hann. 39Og er Baal Hanan sonur Akbórs dó, tók Hadar ríki eftir hann, og hét borg hans Pagú, en kona hans Mehetabeel, dóttir Matredar, dóttur Me-Sahabs. 40Þessi eru nöfn höfðingja þeirra, er frá Esaú eru komnir, eftir ættkvíslum þeirra, eftir bústöðum þeirra, eftir nöfnum þeirra: Höfðinginn Timna, höfðinginn Alva, höfðinginn Jetet, 41höfðinginn Oholíbama, höfðinginn Ela, höfðinginn Pínon, 42höfðinginn Kenas, höfðinginn Teman, höfðinginn Mibsar, 43höfðinginn Magdíel, höfðinginn Íram. Þessir eru höfðingjar Edómíta, eftir bústöðum þeirra í landi því, sem þeir höfðu numið. Þessi Esaú er ættfaðir Edómíta.
Copyright information for
Icelandic