1 Chronicles 2
1Þessir voru synir Ísraels: Rúben, Símeon, Leví og Júda, Íssakar og Sebúlon, 2Dan, Jósef og Benjamín, Naftalí, Gað og Asser. 3Synir Júda: Ger, Ónan og Sela, þrír að tölu, er dóttir Súa, kanverska konan, ól honum. En Ger, frumgetinn sonur Júda, var vondur fyrir augliti Drottins, svo að Drottinn lét hann deyja. 4Tamar tengdadóttir hans ól honum Peres og Sera. Synir Júda voru alls fimm. 5Synir Peres: Hesron og Hamúl. 6Synir Sera: Simrí, Etan, Heman, Kalkól og Dara _ fimm alls. 7Synir Karmí: Akar, sá er steypti Ísrael í ógæfu með því að fara sviksamlega með hið bannfærða. 8Og synir Etans: Asarja. 9Og synir Hesrons, er fæddust honum: Jerahmeel, Ram og Kelúbaí. 10Ram gat Ammínadab, og Ammínadab gat Nahson, höfuðsmann Júdamanna. 11Nahson gat Salma, Salma gat Bóas, 12Bóas gat Óbeð, Óbeð gat Ísaí. 13Ísaí gat Elíab frumgetning sinn, þá Abínadab, Símea hinn þriðja, 14Netaneel hinn fjórða, Raddaí hinn fimmta, 15Ósem hinn sjötta, Davíð hinn sjöunda. 16Og systur þeirra voru þær Serúja og Abígail, og synir Serúju voru: Abísaí, Jóab og Asahel, þrír að tölu. 17En Abígail ól Amasa, og faðir Amasa var Jeter Ísmaelíti. 18Kaleb, sonur Hesrons, gat börn við Asúbu konu sinni og við Jeríót. Þessir voru synir hennar: Jeser, Sóbab og Ardon. 19Og er Asúba andaðist, gekk Kaleb að eiga Efrat og ól hún honum Húr, 20en Húr gat Úrí og Úrí gat Besaleel. 21Síðan gekk Hesron inn til dóttur Makírs, föður Gíleaðs, og tók hana sér fyrir konu. Var hann þá sextíu ára gamall. Hún ól honum Segúb. 22Og Segúb gat Jaír. Hann átti tuttugu og þrjár borgir í Gíleaðlandi. 23En Gesúrítar og Sýrlendingar tóku Jaírs-þorp frá þeim, Kenat og þorpin þar í kring, sextíu borgir alls. Allir þessir voru niðjar Makírs, föður Gíleaðs. 24Og eftir andlát Hesrons í Kaleb Efrata ól Abía kona hans honum Ashúr, föður Tekóa. 25Synir Jerahmeels, frumgetins sonar Hesrons: Ram, frumgetningurinn, og Búna, Óren, Ósem og Ahía. 26En Jerahmeel átti aðra konu, er Atara hét. Hún var móðir Ónams. 27Synir Rams, frumgetins sonar Jerahmeels: Maas, Jamín og Eker. 28Og synir Ónams voru: Sammaí og Jada; og synir Sammaí: Nadab og Abísúr. 29En kona Abísúrs hét Abíhaíl. Hún ól honum Akban og Mólíd. 30Og synir Nadabs voru: Seled og Appaím, en Seled dó barnlaus. 31Og synir Appaíms: Jíseí, og synir Jíseí: Sesan, og synir Sesans: Ahelaí. 32Og synir Jada, bróður Sammaí: Jeter og Jónatan, en Jeter dó barnlaus. 33Og synir Jónatans voru: Pelet og Sasa. Þessir voru niðjar Jerahmeels. 34Og Sesan átti enga sonu, heldur dætur einar. En Sesan átti egypskan þræl, er Jarha hét. 35Og Sesan gaf Jarha þræli sínum dóttur sína fyrir konu, og hún ól honum Attaí. 36Og Attaí gat Natan, Natan gat Sabat, 37Sabat gat Eflal, Eflal gat Óbeð, 38Óbeð gat Jehú, Jehú gat Asarja, 39Asarja gat Heles, Heles gat Eleasa, 40Eleasa gat Sísemaí, Sísemaí gat Sallúm, 41Sallúm gat Jekamja og Jekamja gat Elísama. 42Synir Kalebs, bróður Jerahmeels: Mesa, frumgetinn sonur hans _ hann var faðir Sífs _ svo og synir Maresa, föður Hebrons. 43Synir Hebrons voru: Kóra, Tappúa, Rekem og Sema. 44Og Sema gat Raham, föður Jorkeams, og Rekem gat Sammaí. 45En sonur Sammaí var Maon, og Maon var faðir að Bet Súr. 46Og Efa, hjákona Kalebs, ól Haran, Mósa og Gases, en Haran gat Gases. 47Synir Jehdaí: Regem, Jótam, Gesan, Pelet, Efa og Saaf. 48Maaka, hjákona Kalebs, ól Seber og Tírkana. 49Og enn ól hún Saaf, föður Madmanna, Sefa, föður Makbena og föður Gíbea, en dóttir Kalebs var Aksa. 50Þessir voru synir Kalebs. Synir Húrs, frumgetins sonar Efrata: Sóbal, faðir að Kirjat Jearím, 51Salma, faðir að Betlehem, Haref, faðir að Bet Gader. 52Og Sóbal, faðir að Kirjat Jearím, átti fyrir sonu: Haróe, hálft Menúhót 53og ættirnar frá Kirjat Jearím, svo og Jítríta, Pútíta, Súmatíta og Mísraíta. Frá þeim eru komnir Sóreatítar og Estaólítar. 54Synir Salma: Betlehem og Netófatítar, Atarót, Bet Jóab og helmingur Manatíta, það er Sóreíta, 55og ættir fræðimannanna, er búa í Jabes, Tíreatítar, Símeatítar og Súkatítar. Þetta eru Kínítar, er komnir eru frá Hammat, föður Rekabs ættar.
Copyright information for
Icelandic